fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Myrða konur af því að þeir komast upp með það

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. desember 2022 22:00

Lögreglumenn að störfum í Mexíkó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverjum degi eru að meðaltali tuttugu konur drepnar í Mexíkó. Morðum á konum hefur fjölgað mikið að undanförnu í landinu og segja gagnrýnendur að yfirvöld reyni að vernda morðingjana.

Nýlega voru fjölmenn mótmæli í Mexíkóborg gegn drápum á konum. Boðað var til þeirra eftir að lík Ariadna Lopez, 27 ára, fannst í skurði í Morelos. Lögreglan sagði í fyrstu að hún hefði látist af völdum áfengisneyslu.

Fjölskylda hennar var ekki sátt við þessa skýringu og tóku lögreglumenn í Mexíkóborg málið því til rannsóknar. Rannsóknin leiddi í ljós að á líkinu voru greinileg merki um ofbeldi.

Claudia Sheinbaum, borgarstjóri í Mexíkóborg, sagði í framhaldi af þessari niðurstöðu að augljóst væri að saksóknari í Morelos hafi viljað leyna því að um morð hafi verið að ræða, líklega vegna tengsla hans við meintan morðingja.

Málið vakti mikla athygli um allt land og gagnrýni rigndi yfir yfirvöld sem eru sögð óhæf, getulaus, óheiðarleg og ekki fær um að sinna starfi sínu. Ekki aðeins í þessu máli heldur öllum málum er tengjast morðum á konum.

Reuters segir að á fyrstu níu mánuðum ársins hafi 5.600 konur verið drepnar í landinu. Það eru að meðaltali 20 konur á dag.

Helmingur málanna er flokkaður sem manndráp af gáleysi eða manndráp og þriðjungur sem morð. 12% er lýst sem „kvennamorði“.

Samkvæmt lögum eru refsingar þyngri vegna afbrota sem beinast gegn konum vegna kyns þeirra. Hægt er að dæma drápsmenn í allt að 70 ára fangelsi.

Reuters segir að aðeins 4% mála, þar sem konur eru drepnar, ljúki með sakfellingu.

Morðum og ofbeldisverkum fjölgar ár frá ári í Mexíkó. Mun fleiri karlar eru myrtir en konur en skýringuna á því má finna í tengslum þeirra við átök glæpagengja.

En morðum á konum hefur fjölgað meira hlutfallslega. Frá 2015 til 2020 fjölgaði morðum um 78%. En á sama tíma fjölgaði morðum á konum um 129%,

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga