En sjálfvirkir ritskoðendur Twitter töldu að myndbandið væri klámfengið og merktu það sem „klámefni“. Þessir sjálfvirku ritskoðendur, sem eru einfaldlega algóritmar og tölvuforrit, eiga að hafa stjórn á eða fjarlægja óviðeigandi efni af þessum vinsæla samfélagsmiðli.
„Þetta var alls ekki hneykslanlegt eða klámfengið. Þetta var bara loftsteinn,“ sagði McIntyre í samtali í þættinum Today hjá BBC.
Hún er með 6.000 fylgjendur á Twitter. Til að geta haldið áfram að gleðja þá með færslum sínum hefði hún getað fjarlægt færsluna í kjölfar merkingar ritskoðendanna. En það vildi hún ekki og bendir á að það hefði í raun þýtt að hún hefði játað að hafa brotið reglurnar. „Þetta er klikkun. Ég vil ekki hafa að það sé skráð einhvers staðar að ég hafi deilt klámefni þegar ég hef ekki gert það,“ sagði hún.
Þess vegna var 12 klukkustunda bann hennar á Twitter lengt í þrjá mánuði en samt sem áður var prófíllinn hennar og myndbandið umrædda sýnilegt.
Here is the #IonizationTrail from the #Perseid #Fireball at 01:37 BST / 00:37 UT 13/08/22 from #Oxfordshire. Visually it was epic! Canon 1100D 18-55mm lens 8sec ISO-800 f/3.5. Video is made from the fireball + 7 subsequent images #Perseids2022 #PerseidsMeteorShower pic.twitter.com/jSw3OTSw15
— Mary McIntyre FRAS (she/her) (@Spicey_Spiney) August 13, 2022
Hún reyndi að áfrýja ákvörðuninni á alla hugsanlega vegu samkvæmt reglum Twitter en fékk aldrei svar.
Þegar Elon Musk keypti Twitter var eitt fyrsta verk hans að reka mörg þúsund starfsmenn og það taldi McIntyre ekki auðvelda henni verkið: „Ef ég fékk ekki svar frá manneskju áður en Musk tók yfir, þá held ég að líkurnar séu núll á að ég fái svar núna,“ sagði hún.
Hún fékk þó aðgang á nýjan leik þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um málið.