fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Hversu marga hermenn þola Rússar að missa?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. desember 2022 05:59

Vegfarandi virðir fyrir sér lík rússneskra hermanna í Kupiansk. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margt hefur farið úrskeiðis hjá Rússum síðan þeir réðust inn í Úkraínu. Þeir lögðu af stað í þessa vegferð fullir bjartsýni og töldu að sigur myndi vinnast á tíu dögum. En svo fór nú ekki og nú hefur stríðið staðið yfir í á tíunda mánuð og hrakfarir Rússa hafa verið miklar og dýrkeyptar á vígvellinum. Þess utan hafa þeir einangrast á alþjóðavettvangi og eru orðnir ansi vinafáir. En hversu marga hermenn þola Rússar að missa?

Í Kreml hafa ráðamenn að vonum áhyggjur af að herinn bíði enn frekari ósigra í Úkraínu og ekki voru drónaárásir Úkraínumanna á þrjá herflugvelli, langt inni í Rússlandi, í gær og fyrradag til að draga úr áhyggjunum. En sagan segir að Rússum hefur oft tekist að snúa gangi stríðs, sér í hag. En hvort það gerist núna er annað mál.

Það má kannski segja að staðan í Rússlandi þessa dagana minni á tíma sem Evrópubúar héldu að væru að baki og þeir myndu aldrei upplifa aftur. Lík rússneskra hermanna eru brennd á bálköstum í Úkraínu, allir vopnfærir karlmenn í þorpum og bæjum sendir til Úkraínu, sögur af herkvöddum mönnum sem eru sendir beint í dauðann í fremstu víglínu.

„Árangurinn af sókninni, sem var „vel“ skipulögð af hinum „mikla herforingja“ var að við misstum 300 menn á fjórum dögum, þeir voru drepnir, særðust eða er saknað. Við misstum helminginn af búnaði okkar. Þetta á bara við um herdeildina okkar,“ sögðu herkvaddir menn frá Vladivostok í bréfi til héraðsstjórans fyrir nokkrum vikum.

Hvað varðar mannfall rússneska hersins þá halda rússnesk yfirvöld þeim tölum stranglega leyndum en Úkraínumenn segjast hafa fellt tugi þúsunda rússneskra hermanna. Í nóvember sagði Mark Milley, æðsti yfirmaður bandaríska hersins, að hann teldi að Rússar hefðu misst um 100.000 hermenn og næði sú tala yfir fallna, særða og þá sem er saknað. Til samanburðar má nefna að í tæplega tíu ára stríði Sovétríkjanna í Afganistan misstu þau um 14.000 hermenn.

En hvað varðar spurninguna um hversu marga hermenn Rússar þola að missa í Úkraínu þá muna ráðamenn í Moskvu væntanlega vel afleiðingar af veikburða frammistöðu hersins í fyrri heimsstyrjöldinni. Þá misstu Rússar rúmlega tvær milljónir hermanna. Þetta mikla mannfall endaði með uppreisn, borgarastyrjöld og falli keisarans. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að Pútín hefur í vaxandi mæli sagt keisarann vera fyrirmynd sína.

Stóra spurningin er að mati margra sérfræðinga hvenær rússneskar mæður fá nóg og grípa til aðgerða, fara að mótmæla. Í Rússlandi er hlustað á mæður og þær njóta mikillar virðingar. Hugsanlega eru rússneskar mæður það sem Pútín óttast mest!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!