fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Enn ein þotan þarf að lenda eftir að æði rennur á farþega – Sagði Jesú hafa skipað sér að opna neyðarútgang

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 6. desember 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona nokkur frá Texas, hin 34 ára Elom Agbegninou, situr nú í fangelsi eftir að hafa reynt að opna dyr flugvélar í 37 þúsund feta hæð nú í lok nóvembermánaðar. Í tilraun sinni til að opna dyrnar beit hún farþega áður en það tókst að yfirbuga hana og lenda vélinni í Little Rock í Arkansas.

Lengi vel var einum um karlmenn í yngri kantinum að ræða sem ullu vandræðum í flugvélum.

Sagði hún Jesú hafa sagt sé að opna dyrnar. 

 Vitni segja að konan hafi allt í ein staðið upp í fluginu, sem var á Texas til Ohio, gengið aftur í vélina, stoppað fyrir fram neyðarútgang og starað lengi vel á dyrnar. Flugliði spurði hvort hún gæti hjálpað henni á einhvern hátt og neitaði konan því. Spurði flugliðinn hana þá hvort hún væri að leita að salerninu og neitaði hún því einnig. Var henni þá vinsamlega sagt að færa sig aftur í sæti sitt. 

Agbegninou spurði hvort hún mætti fyrst horfa út um gluggann en þegar því var neitað og ítrekað að hún þyrfti að setjast í sæti sitt, ýtti hún flugþjóninum frá og hóf að toga í handfang neyðarútgangsins. 

Þegar þarna var komið við sögu var hegðun konunnar farin að vekja athygli annarra farþegar og sumir farnir að hrópa upp að hún væri að reyna að opna neyðarútganginn. Stóð einn maður upp og hljóp aftur eftir vélinni til að aðstoða flugþjóninn og tókst að snúa Agbegninou niður. Það fór þó svo ekki betur en Agbegninou beit svo fast í læri hjálpsama farþegans að það þurfti að kreista kjálkabein konunnar þar til hún loksins sleppti læri aumingj mannsins. 

Konan hafði farið í flugið án nokkurs farangurs, jafnvel handfarangurs, og ekki minnst á við neinn, hvorki fjölskyldu né vini að hún væri að fara í flug. 

Í skýrslum sem lögð voru fram fyrir réttinn hóf konan því næst að æpa að Jesús hefði sagt henni að hún yrði að fara um borð til flugvél til Ohio og opna neyardyr. 

Maðurinn sem bitinn var fékk sýklalyf auk lyfja gegn hugsanlegri lifrarbólgu. Hann er einnig í ráðgjöf og mun þjást af áfallastreituröskun.

Á von á þungum dóm

Við yfirheyrslu eftir lendingu sagðist konan hafa ætlað að heimsækja vin, væri sá prestur og hefði Jesú sagt henni að fara í heimsóknina. Þegar að Agbegninou róaðist sagðist hún ennfremur vera flughrædd, ekki hafa stigið lengið upp í flugvél og fundist hún vera að kafna. Hún sagðist ennfremur ekki muna eftir að hafa sagt fólki að Jesú hefði sent hana í flugið og væri þetta alls ólíkt hennar daglegu hegðan. 

Agbegninou reyndist hvorki hafa alkahól né lyf í blóði.

Konan á þungan dóm, auk sektar yfir höfði sér, teljist hún heil á geði.

Komið nóg

Hegðun farþega, sem talin er hættuleg öðrum farþegum, hefur margfaldast undanfarin ár og virðist ekki bundin við kyn eða aldur. Áður fyrr voru það einkum karlmenn í yngri kantinum sem þóttu hvað erfiðastir en það hefur breyst. 

Nú í lok ágúst þurft breska flugfélagið Jet2 að lenda í Munchen í Þýskalandi eftir að sjötug kona trylltist í vél á leið frá Bretlandi til Grikklands. Krafðist hún þess að fá kampavín í boði flugfélagsins en var bent á að um lággjaldaflugfélag væri að ræða og ekket slíkt í boði. Flugþjónar reyndur að róa konuna sem varð sífellt æstari og svo fór að hún hóf að slá starfsfólk.

Hvorki meira né minna en níu vopnaðir lögregluþjónar báru gömlu konuna út úr vélinni í Þýskalandi, sem mörgum farþegum fannst fulllangt gengið að ellilífeyrisþega, en flugfélög segja nóg komið. 

Verði farþegar til vandræða í flugi verði engin grið gefin. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram