Portúgalska landsliðið fór á kostum á HM í Katar í kvöld og tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum.
Um var að ræða annan leik dagsins á HM en fyrr í dag vann Marokkó lið Spánar í vítaspyrnukeppni.
Hinn 21 árs gamli Goncalo Ramos stal senunni fyrir Portúgal í kvöld en hann kom inn í liðið fyrir Cristiano Ronaldo.
Ramos gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu er Portúgal vann öruggan 6-1 sigur og fer í næstu umferð.
Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti er Ramos fór af velli fyrir Cristiano Ronaldo eins og má sjá hér fyrir neðan.
Augnablikið þegar Ronaldo kom inn á fyrir Goncalo Ramos, en gífurleg fagnaðarlæti brutust út í kringum hana. pic.twitter.com/wNKozrrMyl
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 6, 2022