Portúgalska landsliðið fór á kostum á HM í Katar í kvöld og tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum.
Um var að ræða annan leik dagsins á HM en fyrr í dag vann Marokkó lið Spánar í vítaspyrnukeppni.
Hinn 21 árs gamli Goncalo Ramos stal senunni fyrir Portúgal í kvöld en hann kom inn í liðið fyrir Cristiano Ronaldo.
Ramos gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu er Portúgal vann öruggan 6-1 sigur og fer í næstu umferð.
Fyrsta mark Ramos var í raun magnað en hvernig hann kláraði færi sitt innan teigs var afskaplega vel gert.
Goncalo Ramos með ótrúlega afgreiðslu og kemur Portúgal yfir. Fernando Santos, þjálfari Portúgal, sér ekki eftir því að velja framherjann unga fram yfir Cristiano Ronaldo 🎯 pic.twitter.com/NNeVBOgXMX
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 6, 2022