Cristiano Ronaldo er líklega á leið til Al-Nassr í Sádí-Arabíu og mun skrifa þar undir í janúar.
Frá þessu greina margir miðlar en Ronaldo verður launahæsti leikmaður heims ef hann gerir samning þar.
Skyndibitastaðurinn KFC nýtti tækifærið í gær og gerði grín að Ronaldo sem spilar nú á HM í Katar.
,,Ágætis varamaður fyrir Aboubakar,“ skrifaði KFC á Twitter síðu sína og átti þar við Vincent Aboubakar.
Aboubakar átti nokkuð gott HM með Senegal sem er úr leik en hann er framherji Al-Nassr og kom þangað í júlí 2021.
Færsluna má sjá hér.
Decent back up to Aboubakar tbf https://t.co/2ggR9eV76K
— KFC UK (@KFC_UKI) December 5, 2022