fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Skilvís leigjandi fékk „dapurlega jólagjöf“ frá leigufélaginu – „Ég velti því stundum fyrir mér hvert í fjandanum við erum komin sem samfélag“ 

Eyjan
Þriðjudaginn 6. desember 2022 20:30

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fékk sláandi póst í dag frá leigutaka hjá Ölmu leigufélagi. Hann vekur athygli á póstinum á Facebook og spyr hvert við séum eiginlega komin sem samfélag.

„Hún heitir Brynja og er 65 ára. Alma býður henni nýjan 12 mánaða leigusamning sem mun taka gildi frá byrjun febrúar á næsta ári með hækkun upp á 75.247 kr. á mánuði miðað við vísitölu í nóvember, sem var 555,6 en er komin í 560,9. Það þýðir að hækkunin sem henni stendur til boða verður 78.347 kr. á mánuði frá og með febrúar næstkomandi en fer að öllum líkindum hækkandi að þeim tíma.“ 

Sjúklingur sem hefur ávallt staðið í skilum

Ragnar ræddi við Brynju í dag og segir að saga hennar og samtalið hafi verið sláandi en því miður sé ekki um einsdæmi að ræða. Hann fékk leyfi til að deila sögu hennar áfram þar sem Brynja sér sig nauðbeygða til að flytja út þar sem hún geti ekki staðið undir þessar miklu hækkun.

„Brynja er sjúklingur sem hefur ávallt staðið í skilum við leigufélagið eins og flestir gera með því að borga leiguna fyrst og lifa á hafragraut megin hluta mánaðarins.“ 

Til að setja þetta í samhengi þyrftum við í verkalýðshreyfingunni að hækka laun um 133.000 kr. á mánuði til að hún gæti staðið undir þessum kostnaðarauka. Og þá er allt annað eftir sem hækkað hefur langt úr hófi fram.“ 

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn hefur unnið hvað harðast gegn því að leigubremsu verði komið á til að sporna við gengdarlausri græðgi og því miskunnarleysi sem viðgengst á leigumarkaði.“ 

Brynja fékk kvíðakast þegar hún sá bréfið

Ragnar deilir með póstinum sem Brynja fékk frá Ölmu leigufélagi sem og skjáskoti af færslu Brynju um málið. Þar segir Brynja að þetta hafi verið jólagjöfin hennar í ár, hækkun á leigu úr 250 þúsund krónum í 325 þúsund krónur svo hún sjái fram á að lenda á götunni um áramót nema hún finni aðra íbúð. „Er búin að vera í svo miklu kvíðakasti að ég get ekkert gert og heilinn er allur á hvolfi,“ skrifaði Brynja.

Þetta er bréfið sem hún fékk frá leigufélaginu:

„Sæl Brynja. 

Nú líður að endurnýjun leigusamnings þíns vegna Hverfisgötu […] Núverandi leigusamningur rennur út 31.01.2023 næst komandi. Við viljum endilega heyra frá þér hvort þú hafir hug á því að endurnýja leigusamninginn þinn frá 01.02.2023. 

Við getum boðið þér endurnýjun á leigusamningi með grunnleiguverð 325.000.- og upphafsvísitölu 555,6. Athugaðu að upphafsvísitala samnings miðast við nóvember mánuð 2022. 

Greiðsla skv. núverandi leigusamningi í nóvember er kr. 249.752.-

Við bjóðum upp á tímabundna leigusamninga til 12 mánaða eða langtímasamninga til allt að 60 mánaða. Innheimt er álag ofan á grunnleiguverð langtímasamninga sem ákvarðast af lengd samnings. Meðfylgjandi er skjal með frekari útskýringum. 

Við biðjum þig að láta okkur vita sem fyrst eða í síðasta lagi 01.01.2023 hvort þú komir til með að endurnýja samninginn þinn. 

Vertu endilega í sambandi við okkur ef þú hefur frekari spurningar eða ef eitthvað er óljóst. 

Hlökkum til að heyra frá þér 
Með kveðju, 
Starfsfólk Ölmu.“ 

Ragnar Þór skrifar að lokum: „Ég velti því stundum fyrir mér hvert í fjandanum við erum komin sem samfélag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur