fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Kjartan hjólar í Heimi Karls og Gulla – „Þetta er augljóslega lygi“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. desember 2022 19:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Már Jónsson, blaðamaður, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann talaði um Twitterskjölin svokölluðu, en um er að ræða skjöl sem blaðamaðurinn Matt Taibbi hefur verið að fjalla um undanfarið og sýnir tölvupóst sem stjórnendur Twitter sendu hverjum öðrum um ritskoðun á miðlinum árið 2020.

Almennt er talið að í þessum skjölum sé ekki að finna neinar sprengjur, eða afhjúpun heldur helst samskipti sem áttu sér stað innanhúss um frétt New York Post um fartölvu sonar Bandaríkjaforseta, Hunter Biden, og hvernig Twitter ákvað að takmarka dreifingu á fréttinni.

Sigurður Már fór yfir málið í þættinum og í lokinn spurðu þáttastjórnendur, Heimir Karlsson og Gunnlaugur Helgason, Sigurð út í gagnrýni hans á áhugaleysi íslenskra fjölmiðla á Twitterskjölunum. Sigurður sagði að það hefði í reynd komið sér á óvart þetta áhugaleysi. Eina sem hann hafi séð væri frétt þar sem skjölin væru töluð niður og því mögulegt að Sigurður sjálfur og þáttastjórnendur í Bítinu hafi meiri áhuga á málinu en aðrir.

Kjartan Kjartansson, blaðamaður á Vísi, sem er undir sama hatti og Bylgjan, gagnrýnir að þáttastjórnendur í Bítinu hafi birt innslagið með Sigurði undir fyrirsögninni: „Twitterskjölin vekja athygli alls staðar nema á Íslandi.“

Kjartan skrifar á Twitter:

„Þetta er augljóslega lygi. Sem þáttastjórnendur hefðu getað komist að ef þeir hefðu eytt einu sinni einni mínútu í að renna í gegnum eigin vefmiðil“

Vísar Kjartan þar til umfjöllunar sem birtist um skjölin á Vísi þann 5. desember en þar var tekið fram að Twitterskjölin hafi ekki varpað ljósi á neitt misferli og að Elon Musk, forstjóri Twitter, hafi sjálfur kvartað yfir áhugaleysi stærri fjölmiðla vestanhafs á málinu sem og að lítið hafi verið gert úr þessari meintu uppljóstrun. Um var að ræða nokkuð ítarlega og djúpa fréttaskýringu á málinu hjá Vísi. Til að gæta sanngirni þá minntist Sigurður Már líklega á einmitt þessa umfjöllun með þeim orðum að lítið hafi verið gert úr fréttagildi Twitterskjalanna í þættinum.

Kjartan var hins vegar ekki ánægður með meiningar í Bítinu um áhugaleysi íslenskra fjölmiðla og hélt hann áfram í athugasemdum og tók þar fram að hann líti ekki á Heimi og Gulla sem kollega sína.

„Þeir eru reyndar ekki „kollegar“ mínir og fyrirsögnin er eftir viðmælandanum. Stjórnendur eru sekir um leti. Viðmælandinn annað hvort leti, að hafa ekki kynnt sér umfjöllun, eða óheiðarleika að telja ekki þá umfjöllun með sem styður ekki hans narratív.“

Blaðamaðurinn Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni spurði þá: „Hvað áttu við að þeir séu ekki kollegar þínir“ og svaraði Kjartan þá: „Þeir eru ekki hluti af fréttastofunni. Þeir eru ekki fréttamenn. Þeir eru ekki kollegar í neinum skilningi sem skiptir máli fyrir samhengið.“

Þessu var Aðalsteinn ekki sammála og benti á að þeir Heimir og Gulli séu nú blaðamenn: „Þeir eru blaðamenn, klárlega, og vinna í fréttatengdri dagskrárgerð.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“