Manchester United er að undirbúa tilboð í sóknarmanninn Cody Gakpo er janúarglugginn opnar.
Þetta segir blaðamaðurinn Dean Jones en Gakpo hefur átt mjög gott HM með hollenska landsliðinu.
Jafnvel fyrir HM var Gakpo sterklega orðaður við stærri félög en hann leikur með PSV Eindhoven í Hollandi.
,,Manchester United hefur enn mjög mikinn áhuga á honum, að Erik ten Hag[stjóri Man Utd] hafi tekið eftir honum svo snemma sýnir hversu góður hann er í að þekkja hæfileika,“ sagði Jones.
,,Það ætti að gefa stuðningsmönnum von um hvernig leikmann hann væri að fá til félagsins.“
Gakpo myndi kosta um 50 milljónir punda en verðmiðinn hækkaði verulega eftir góða frammistöðu í Katar.