Brasilía er komið í 8-liða úrslit HM og mun þar spila við Króatíu eftir leik við Suður-Kóreu í gær.
Suður-Kórea þurfti að eiga magnaðan leik til að stöðva Brassana sem eru sigurstranglegir á mótinu.
Brasilíumenn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik og skoruðu fjögur mörk gegn engu frá Kóreumönnum.
Suður-Kórea vann þó seinni hálfleikinn en Paik Seung-Ho skoraði eina markið eftir leikhlé.
Eftir leikinn í gær hefur Brasilía notað alla 26 leikmenn sína á mótinu sem sannar það að um alvöru liðsframlag sé að ræða.
🇧🇷 Brazil have now used all 26 players in their #FIFAWorldCup squad!
A real team effort 💛👏 pic.twitter.com/lKl2ibWCd6
— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 5, 2022