Á Fréttavakt kvöldsins segjum við frá því að GRECO hópur ríkja Evrópuráðsins gegn spillingu gerir athugasemdir við að Ísland hafi aðeins innleitt sex af átján tilmælum á fullnægjandi hátt. Forsætisráðherra birtir nú lista með öllum gjöfum henni berast vegna embættisins á netinu.
Gríðarleg plastmengun er af völdum sjókvíaeldis í fjörðum á Austurlandi og Vesturlandi er að mati aðgerðasinnans Veigu Grétarsdóttur, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir lífríkið á svæðinu.
Mótmælt var í Ráðhúsinu í morgun vegna hallareksturs og niðurskurðar. siglingafólk mætti á áhorfendapallana og lét í sér heyra.
Mikilvægt að aðstoða börn á þessum árstíma til að finna ró og létta á álaginu og þá er snjallt að eiga með góða samverustund. Við ræðum við jógakennarann Önnu Rós Lárusdóttir hér á eftir.