Harry Kane framherji enska landsliðsins og fyrirliði boðaði leikmenn til fundar í gær og ræddi öryggið hjá fjölskyldum leikmanna.
Raheem Sterling yfirgaf hóp enska landsliðsins á sunnudag og hélt heim til Englands, brotist var inn á heimil hans í London á laugardagskvöld.
Eiginkona og börn Sterling voru stödd í London en voru ekki heima fyrir þegar brotist var inn hjá þeim.
Sterling ætlar að halda til hjá fjölskyldu sinni næstu daga en Kane boðaði leikmenn á fund í gær til að ræða málin.
Hann reyndi að hughreysta þá leikmenn sem óttast um fjölskyldur sínar þessa dagana en innbrot á heimili knattspyrnumanna eru tíð í Englandi en frá þessu segja ensk blöð.
Þar segir að Kane vilji vera leiðtogi hópsins og að hann hafi viljað ræða málin við leikmenn til að halda öllum rólegum.