Hún segir að það sé eitt sem karlmenn geta gert í rúminu til að gera kynlífið betra. Það snýst ekki um forleik eða einhverja tækni heldur um að nota munninn, til að tala.
„Gott kynlíf byrjar á samskiptum,“ svaraði ástralska klámstjarnan aðspurð hvað væri hennar helsta kynlífsráð fyrir karlmenn.
„Að geta átt skýr samskipti með makanum þínum um hvað þú vilt og spyrja spurninga í miðjum klíðum,“ sagði hún við DMARGE.
„Eins og: „Finnst þér þetta gott?“ eða „Ætti ég að fara hraðar?“ eða „Eiga hreyfingar mínar að vera mýkri?“ Það skiptir máli að vera andlega til staðar með makanum þínum og hlusta á hann. Mér finnst það vera það mikilvægasta.“
Hún bætti síðan hreinskilnislega við: „Ég held að of margir karlmenn einblíni aðeins á stærðina á typpinu sínu en ekki manneskjuna sem er fyrir framan þá.“
View this post on Instagram