fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fókus

Sigurlaug beitt hrottalegu ofbeldi 9 ára af níræðum manni: „Ég held að fólk hafi neitað að trúa því sem var í gangi“

Vill opna umræðuna um heimilisofbeldi

Auður Ösp
Föstudaginn 26. febrúar 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta voru eldri karlmenn sem ég þekkti. Að einhverju leiti sótti ég í þetta sjálf. Hvort það var umhyggjan sem ég fann aldrei heima, afaímyndin eða maturinn sem þeir elduðu fyrir mig,“ segir Sigurlaug Steinunn Steinarsdóttir sem var kynferðislega misnotuð frá 9 ára aldri af mörgum eldri karlmönnum. Einn þeirra var níræður. Brotin sjálfsmynd af völdum misnotkunarinnar, auk eineltis í skóla leiddi hana síðan út í hrottalegt ofbeldissamband á fullorðinsárum.

Í viðtali við Pressuna segir Sigurlaug að alltaf hafi verið um sömu mennina að ræða en síðan hafi nýjir bæst við. Hún man eftir að hafa verið 12 ára þegar hana grunaði að hún væri ófrísk eftir einn þeirra, níræðan mann, en svo var þó ekki. Hún rifjar upp atvik úr æsku sinni: „Við fengum aldrei að halda upp á afmælin okkar og ég var heldur aldrei boðin í afmæli hjá öðrum. Í eitt skipti sem mig langaði að halda upp á afmælið mitt þá fékk ég pening hjá manninum sem misnotaði mig og keypti kókflöskur og súkkulaði fyrir 3 til 4 krakka fyrir peninginn,“ segir hún en afmælisveislan fór síðan fram á gangstétt skammt frá heimili hennar.

Hún ólst upp í litlum bæ á landsbyggðinni og segist hafa grunað að einhverjir hafi vitað af hryllingnum. Ekkert hafi þó verið gert til að grípa inn í: „Það sagði enginn neitt. Ég held að fólk hafi neitað að trúa því sem var í gangi og horft framhjá því. Fólk verður svo meðvirkt samfélaginu á svona litlum stað.“

Hún var tvítug þegar hún kynntist manni sem var 18 árum eldri. Hún átti þá eitt barn og tvö áttu eftir að bætast við. Þau giftust. Sigurlaug segist hafa verið „háð ofbeldi“ og kom því ekki á óvart að eiginmaður hennar var ofbeldisfullur og drykkfelldur. Reyndi hún margsinnis að fara frá honum en brást hann við með ofbeldi og hótunum um að láta svipta hana forræði yfir börnum sínum. Það gerðist árið 2007 en þá hafði hún reynt að taka sitt eigið líf. Hún komst þó loks frá eiginmanni sínum en missti forræðið yfir börum sínum í staðinn:

„Ég var ekki talin hæf móðir og að ég myndi eiga í fullu fangi með að ráða við elstu stelpuna mína sem ég átti áður,“ segir Sigurlaug og bætir við að hún hafi verið afar andlega veik á þessum tíma. Það hafi ekki hjálpað til. „Þess vegna langar mig að opna umræðuna um heimilisofbeldi. Ég vil leiðbeina konum sem eru í þessum sömu sporum og ég var í og passa upp á að þær fái allar þær upplýsingar og stuðninginn sem ég fékk aldrei.“

Hér má lesa viðtalið við Sigurlaugu í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hefur þú fundið öll vegglistaverkin í höfuðborginni? – Síbreytilegt fjársjóðskort

Hefur þú fundið öll vegglistaverkin í höfuðborginni? – Síbreytilegt fjársjóðskort
Fókus
Fyrir 3 dögum

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“