Eric Trump tekur fyrir það og segir í samtali við Page Six að honum þykir Kimberly frábær.
„Tilfinningin er sú að fjölskyldunni líkar illa við Kim. Hún er að reyna of mikið að vera hluti af fjölskyldunni,“ sagði heimildarmaður við miðillinn.
En Eric segir þann aðila fara með rangt mál. „Ég er ósammála þessari staðhæfingu, mér finnst hún frábær,“ segir hann.
Um helgina héldu Donald Trump Jr. og Kimberly veislu á heimili sínu í Palm Beach. Samkvæmt Page Six var gestalistinn aðalumræðuefnið, hver hafi mætt og hver hafi ekki látið sjá sig. Það voru um 300 manns í veislunni.
Ivanka Trump og Jared Kushner mættu ekki en þeim var boðið. „Þau fengu boð en það var [Hvíldardagur Gyðinga]. Þau eiga gott samband, þetta er bara orðrómur.“
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, mætti á viðburðinn í hálftíma. Eric Trump og eiginkona hans, Lara, voru einnig meðal gesta.
„Ég er besti vinur Don og skemmti mér konunglega í þessari veislu,“ segir Eric.
Kjaftasögurnar um að það kalt væri á milli Trump-fjölskyldunnar og Kimberly fóru fyrst af stað fyrir um mánuði síðan, þegar Ivanka klippti hana úr mynd sem hún deildi á Instagram.
Sjá einnig: Segir þessa mynd frá Ivönku sanna að Trump-fjölskyldan sé „andstyggileg og harðbrjósta“
Don Jr. og Kim hafa verið saman síðan árið 2018, þau trúlofuðust þann 31. desember árið 2020.