fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Segir lög hafa verið brotin í skjóli borgarstjórnar – „Við smá­borg­ar­arn­ir kæm­umst aldrei upp með að brjóta lög­in á þenn­an hátt“

Eyjan
Þriðjudaginn 6. desember 2022 13:35

Örn Falkner er afar ósáttur með tæmingu lónsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í tvo ára­tugi, 4-5 daga vik­unn­ar, hef ég gengið yfir stíflug­arð Árbæj­ar­lóns til vinnu. Ég naut heilandi áhrifa af veru lóns­ins í vetr­ar- og sum­arstöðu og alls þess fjöl­breyti­lega fugla­lífs sem þá var. Lónið var orðið jafn heil­agt mér eins og Ganges Ind­verj­um. Það gera sér ekki all­ir grein fyr­ir hvað vatn og spegl­un þess hef­ur góð áhrif á sál­ina.“

Svona hefst pistill sem organistinn Örn Falkner skrifar en pistillinn var birtur í Morgunblaðinu sem kom út í dag. Haustið 2020 var Árbæjarlón tæmt að frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur en framkvæmdin hefur verið gríðarlega umdeild. Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði til að mynda í október síðastliðnum í samtali við Vísi að lónið hafi verið tæmt í skjóli nætur og að ekki hafi verið gert í samráði við einn né neinn.

„Einræðislega aðgerð forstjóra OR“

Örn kallar þetta „einræðislega aðgerð forstjóra OR“ og lýsir svo afleiðingunum. „Botn­inn og drull­an standa víða upp úr. Minj­ar til 100 ára sem heita áttu friðaðar að engu gerðar í ósátt við lög og tilskil­in leyfi,“ segir hann.

„Árbæj­ar­virkj­un­in var byggð vegna lóns­ins og má ætla að lítið lón hafi einnig verið þar fyr­ir í Árbæj­arkvísl­inni. Ótrú­legt er að borg­ar­stjór­inn DBE þótt­ist ekk­ert vita af þess­um gjörn­ingi þó að borg­in eigi rúm 93% í OR. Það var dap­ur­legt að fylgj­ast með eft­ir­leikn­um, vinnu­flokk­ar slógu gróður úr hólm­in­um til að setja hann niður í drull­una sem eft­ir stóð og varúðar­skilt­in mörg vegna þess að drull­an var hættu­legri börn­um í mín­um huga en lónið í 100 ár.“

Erni hefur finnst sorglegt að fylgjast með því hvernig fuglalífið er búið að breytast eftir að lónið var tæmt. „Ég kom tví­veg­is að dauðum gæs­um, sá líka máva á flugi með and­ar­unga í kjaft­in­um og álft­ar­unga sem týndu líf­inu,“ segir hann.

„Fylgd­ist með þegar fleiri teg­und­ir komu á sinn gamla stað en fóru jafn­an aft­ur. Hef ekki orðið var við end­ur­nýj­un á vaðfugl­um þarna ná­lægt. Í syðri ánni við stífl­una sem var alltaf full af laxi hef­ur maður varla séð fisk á annað ár þótt það komi auðvitað fyr­ir. Aft­ur á móti sést lax í Árbæj­arkvísl­inni en það er svo sem ekk­ert nýtt þótt þeir geti nú raf­vætt seiði og fylgst bet­ur með þar.“

Segir að framkvæmdin verði kærð

Örn segist hafa talað við nágranna sína og að þeir séu allir á móti þessu. „Maður geng­ur ekki leng­ur glaður til vinnu eft­ir svona nátt­úru­spjöll,“ segir hann svo.

„Ég vil vekja at­hygli á að áin get­ur varla tal­ist upp­runa­leg nú eins og þeir vilja vera láta. Elliðavatn er uppistöðulón, stíflu­vegg við barm vatns­ins (þar sem hægt er að stjórna flæði til ár­inn­ar) þyrfti að taka og þá myndi hálft Elliðavatn hverfa við sjálfsagt litla hrifn­ingu nærstaddra.“

Að lokum bendir Örn á að framkvæmdin var kærð til nefndar umhverfis- og auðlindamála. „Gjörn­ing­ur­inn var ólög­mæt­ur,“ fullyrðir hann.

„Sam­kvæmt niður­stöðu ber OR að skila lón­inu í upp­haf­legu ástandi en meiri­hlut­inn ásamt borg­ar­stjóra þrá­ast við og vísaði til­lögu sjálf­stæðismanna um að fylla lónið á ný frá. Þeir ger­ast því lögbrjótar og var mál­flutn­ing­ur þeirra sann­leik­an­um til skamm­ar. Við smá­borg­ar­arn­ir kæm­umst aldrei upp með að brjóta lög­in á þenn­an hátt. En málið fer vænt­an­lega lengra og við sjá­um hvort einræðið eða lýðræðið sigr­ar að lok­um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember