Real Madrid mun taka þátt í kapphlaupinu um Jude Bellingham næsta sumar. Félagið mun þó ekki borga of mikið fyrir hann.
Það er Marca sem fjallar um þetta.
Hinn 19 ára gamli Bellingham er einn eftirsóttasti leikmaður heims um þessar mundir. Miðjumaðurinn er á mála hjá Borussia Dortmund í Þýskalandi, þar sem hann hefur farið á kostum.
Þá hefur frábært Heimsmeistaramóti hans með enska landsliðinu í Katar hingað til ekki minnkað áhugann.
Samkvæmt Marca leiðir Liverpool kapphlaupið um Bellingham. Sem stendur er talið líklegast að hann endi á Anfield eða hjá Real Madrid.
Nýjar fregnir af því að Real Madrid ætli sér hins vegar ekki að borga of háa upphæð fyrir kappann styrkir án efa stöðu Liverpool.
Það er talið að Dortmund vilji um 150 milljónir evra fyrir Bellingham.
Bellingham hefur verið á mála hjá Dortmund síðan 2020. Hann kom frá Birmingham.