Eniola Aluko fyrrum landsliðskona Englands í knattspyrnu er í hópi sérfræðinga ITV á Heimsmeistaramótinu í Aktar.
Aluko var mætt í settið í gær að fara yfir leik Brasilíu og Suður-Kóreu og ræddi þar um Richarlison.
Richarlison er í stóru hlutverki hjá Brasilíu en hefur ekki fundið taktinn með Tottenham.
„Richarlison er með 19 mörk í 40 leikjum, þið getið reiknað það. Það er mark í leik,“ sagði Aluko í beini útsendingu.
Aluko hefur vafalítið ætlað að segja að það væri sirka mark í öðrum hverjum leik sem er fínasta tölfræði en mismæli sig eins og sjá má hér að neðan.
Eni Aluko: ‘Richarlison has 19 goals in 40 games, you do the math that’s a goal a game’ pic.twitter.com/szZpAi5Cpb
— Sunday League (@SundayShoutsFC) December 6, 2022