Lögreglan í Surrey á Englandi hefur tjáð sig um innbrotið á heimili Raheem Sterling. Kantmaðurinn knái fór heim frá Katar í fyrradag og spilaði ekki með enska landsliðinu gegn Senegal.
Í yfirlýsingu lögreglunnar kemur fram að eiginkona Sterling og börn hafi ekki verið heima þegar innbrotið átti sér stað.
Þjófarnir höfðu á brott með sér skartgripi og úr sem kostar um og yfir 50 milljónir samkvæmt fréttum.
Sterling hefur sagt vinum að hann fari ekki aftur til Katar fyrr en það er tryggt að fjölskylda hans sé örugg.
„Raheem hefur tjáð öllum að hann fari ekki nema að það sé 100 prósent öruggt að fjölskylda hans verði í lagi. Hann hefur miklar áhyggjur af öryggi þeirra og ein af ástæðum þess að þau völdu þetta hús, var að þetta er í mjög lokuðu hverfi með mikilli gæslu,“ segir vinur Sterling.
„Það náðist þrátt fyrir það að brjótast inn hjá þeim sem eru vonbrigði fyrir Raheem og Paige. Þau voru að flytja til London og vilja finna öryggi.“