Morgunblaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formanni fjárlaganefndar, að mesta útgjaldaaukningin sé til heilbrigðismála. Auk þeirra séu félagsmál stór útgjaldaliður og einnig verði bætt í ívilnanir til hreinorkubíla.
Auk þess fá lögreglan og Landhelgisgæslan mikla styrkingu að hennar sögn og það sama gildir um ákæruvaldið og Fangelsismálastofnun.
Framlög til lögreglunnar hækka um 900 milljónir og hún fær að auki 500 milljónir sem eru sérmerktar aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi.
Lagt er til að útgjöld til heilbrigðismála verði aukin um 12 milljarða. Reiknað er með að vaxtagjöld hækki um 13 milljarða.