fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Sprenging heyrðist langt inni í Rússlandi – Síðan kom torrætt úkraínskt tíst

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. desember 2022 05:55

Himininn lýstist upp í Saratov á mánudaginn. Mynd:Telegram / Figtherbomber

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir herflugvellir, sem Rússar nota til að senda sprengjuflugvélar frá til árása á Úkraínu, skulfu vegna dularfullra sprenginga í gær. Nokkrir eru sagðir hafa látist og herflugvélar eru sagðar hafa eyðilagst og skemmst.

Það var klukkan 06.24 að staðartíma í gær sem himininn yfir Saratov lýstist skyndilega upp með óeðlilegri birtu og nær samtímis heyrðist mikil sprenging þegar eitthvað sprakk á herflugvelli borgarinnar.

Herflugvöllurinn er 500 km frá úkraínsku landamærunum. Enn er ekki vitað nákvæmlega hvað gerðist en svo undarlega, eða ekki, vildi til að næstum samtímis urðu sprengingar á herflugvelli í Ryazan sem er í allt öðru héraði. New York Times segir að Úkraínumenn hafi gert árásir á flugvellina með drónum.

Rússneska ríkisfréttastofan TASS segir að þrír hafi látist og fimm særst í Ryazan og að tveir hafi særst í Saratov.

Rússneska varnarmálaráðuneytið sagði í gærkvöldi að Úkraínumenn hafi gert drónaárás á flugvellina en tekist hafi að skjóta drónana niður. Ekki var getið um tjón en óháði miðillinn Astra segir að tvær Tu-95 sprengjuflugvélar hafi skemmst.

Atburðirnir þóttu svo alvarlegir að Vladímír Pútín, forseta, var tilkynnt um þá.

Eins og áður sagði þá segja Rússar og New York Times að Úkraínumenn hafi gert árásir á flugvellina og það fær kannski stuðning í torræðu tísti frá Mykhailo Podolyak, einum aðalráðgjafa Volodymyr Zelenskyy, forseta. „Jörðin er hnöttótt, það uppgötvaði Galileo. Í Kreml hafa þeir ekki lagt stund á stjörnufræði en vilja þess í stað hafa hofstjörnufræðinga. Ef þeir hefðu lært stjörnufræði myndu þeir vita að þegar maður skýtur einhverju inn í lofthelgi annars lands, þá kemur það fyrr eða síðar fljúgandi til baka,“ skrifaði hann á Twitter.

Í rússneskum fjölmiðlum eru nú uppi miklar vangaveltur um hvort Úkraínumenn geti sent dróna mörg hundruð kílómetra inn í Rússland. Dagblaðið Readovka birti til dæmis kort þar sem er sýnt að Úkraínumenn geti sent dróna alla leið til Moskvu.

Líklegt er talið að drónarnir hafi verið sendir á loft frá Kharkiv. Annar flaug þá 566 km til Ryazan en hinn um 700 km til Saratov.

Ekki er langt síðan Ukroboronprom, sem er stærsti vopnaframleiðandinn í Úkraínu, sagði að verið væri að ljúka við gerð dróna sem getur flogið 1.000 km með 75 kg af sprengiefni.

Í morgun bárust síðan fréttir af að drónaárás hafi verið gerð á herflugvöll í Kursk sem er ekki fjarri úkraínsku landamærunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi
Fréttir
Í gær

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist
Fréttir
Í gær

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan
Fréttir
Í gær

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni
Fréttir
Í gær

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini