fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Búðarþjófur hrækti í andlit afgreiðslumanns

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. desember 2022 05:19

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Þar reyndi maður að yfirgefa verslun án þess að greiða fyrir vörur sem hann hafði meðferðis. Þegar starfsmaður reyndi að stöðva hann gerði hann sér lítið fyrir og hrækti í andlit afgreiðslumannsins og hljóp út. Annar starfsmaður elti þjófinn þar til lögreglan handtók hann. Hann var fluttur á lögreglustöð og var látinn laus að skýrslutöku lokinni.

Á sjötta tímanum var ung kona stöðvuð þegar hún fór út úr verslun með ýmsar vörur án þess að greiða fyrir. Er hún sögð hafa gert þetta áður.

Tvær bifreiðar lentu út af Þingvallavegi í kringum miðnætti. Minniháttar meiðsl urðu á fólki í öðru óhappinu. Mikil hálka var á þessum slóðum.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í gær.

Einn ökumaður var kærður fyrir akstur gegn rauðu ljósi og einn fyrir að vera ekki með gild ökuréttindi.

Einn ökumaður var handtekinn í nótt, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Í Hafnarfirði var tilkynnt um mikla fíkniefnalykt á stigagangi fjölbýlishúss í gærkvöldi. Þar voru höfð afskipti af konu og hald lagt á ætluð fíkniefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans