Þjóðverjar eru byrjaðir að taka til eftir skelfilega frammistöðu á HM í Katar.
Frá þessu er greint í kvöld en goðsögnin og liðsstjórinn Oliver Bierhoff er ekki lengur á meðal starfsmanna landsliðsins.
Þýskaland olli verulegum vonbrigðum í Katar og mistókst að komast úr riðli sínum annað HM í röð.
Liðinu mistókst einnig að komast úr riðlakeppninni 2018 en þá spilaði liðið á mótinu í Rússlandi.
Það verðru tekið til innan herbúða Þýskalands fyrir næsta EM og er óvíst hvort Hansi Flick haldi áfram með liðið.
Official. Oliver Bierhoff’s contract at the DFB has been terminated — he’s out of the project after disappointing World Cup results for Germany. 🚨🇩🇪 #Qatar2022 pic.twitter.com/SXiAu5F2mV
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 5, 2022