Brasilía 4 – 1 Suður-Kórea
1-0 Vinicius Junior(‘7)
2-0 Neymar(’13, víti)
3-0 Richarlison(’29)
4-0 Lucas Paqueta (’36)
4-1 Paik Seung-Ho(’76)
Brasilía er komið í 8-liða úrslit HM og mun þar spila við Króatíu eftir leik við Suður-Kóreu í kvöld.
Suður-Kórea þurfti að eiga magnaðan leik til að stöðva Brassana sem eru sigurstranglegir á mótinu.
Brasilíumenn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik og skoruðu fjögur mörk gegn engu frá Kóreumönnum.
Suður-Kórea vann þó seinni hálfleikinn en Paik Seung-Ho skoraði eina markið eftir leikhlé.
Brasilía fær erfiðara verkefni í næstu umferð og spilar við Króatíu.