fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Þorsteinn ósáttur með niðurskurðartillögur borgarstjórnar – „Færri og ódýrari snittur […] en að öðru leyti sleppur Hirðin“

Eyjan
Mánudaginn 5. desember 2022 22:01

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvað eiga skátar skólabörn, unglingar, bókaormar, siglinga- og sundfólk sameiginlegt? Jú þetta lið er að ríða rekstri Reykjavíkurborgar á slig ef marka má sparnaðartillögur meirihluta borgarstjórnar. Þau eru hin breiðu bök sem hagræðingarsvipan er nú látin ganga á.“

Svona hefst grein sem Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, skrifar á Vísi í dag. Þorsteinn gagnrýnir meirihluta borgarinnar harðlega í greininni og furðar sig á því að niðurskurðarhnífnum sé miðað á þennan hátt. „Af öðrum merkilegum tillögum má nefna að minnka á öryggi vegfarenda hvort sem er akandi í bíl gangandi eða hjólandi með því að draga úr viðhaldi götuljósa vegna LED væðingar. Hélt að nú þegar skammdegið er svartast með tilheyrandi hættu einkum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur væri slíkt ekki uppá borðum.“

Þorsteinn segir að það sé merkilegt að sjá hverjir munu ekki finna fyrir niðurskurðinum, miðað við tillögur meirihlutans. „Það á að vísu að kaupa færri og ódýrari snittur samkvæmt tillögunum en að öðru leyti sleppur Hirðin,“ segir hann.

„Ekki virðist ætlað að fækka í hópnum á borgarstjórakontórnum hvað þá á s.k. samskiptasviði sem gárungar kalla gjarnan Norður – Kóreu vegna verkefna sviðsins við glærusmíðaar í áróðursskyni og að fegra ásýnd leiðtogans mikla meðan borgin sekkur dýpra I dýkið. Ekki er hróflað við starfsmannafjölda borgarinnar sem hefur aukist um 20% síðustu nokkur ár. Ekki er hróflað við fjölda millistjórnenda. Ekki er hróflað við gæluverkefnum. Nei allt skal þetta ósnert vegna þess að hinir raunverulegu eyðsluseggir eru skátar skólabörn unglingar siglinga og sundfólk. Nú skulu þau taka á og gjalda fyrir óráðsíu sína undanfarin ár.“

Þorsteinn talar svo um hversu mikið borgin mun spara með því að „herða sultaról“ þessara hópa sem hann nefndi í upphafi greinarinnar. „Jú hann [sparnaðurinn] mun nema um einum milljarði króna,“ segir hann.

„Auk þess eru boðaðar ,,aðrar aðgerðir” sem skila eiga einum komma fjórum milljörðum króna. Að sögn liðléttings borgarstjórans (hann gaf ekki kost á viðtali sjálfur) er stefnan að spara þrjá milljarða á ári næstu þrjú ár. Þess má geta að áætlað er að tap á rekstri A-hluta borgarsjóðs verði alls um 19 milljarðar árin 2020 til 2022. Og liðléttingurinn segir að menn ætli að spara 3 milljarða á ári.“

Þá segir Þorsteinn að það virðist ekki vera vilji til að auka tekjur borgarinnar með auknu lóðaframboði. „Enda þýðir það ekkert að sögn borgarstjóra. Lánastofnanir draga lappirnar í lánveitingum að hans sögn. Að auki er byggingageirinn ekki í færum til að byggja allar þær lóðir sem borgin býr yfir að sögn sama borgarstjóra,“ segir hann. „Þess má geta að bæði byggingafyrirtæki og lánastofnanir hafa mótmælt þessu fleipri borgarstjórans.“

Það sem Þorsteini finnst dapurlegt við þetta allt saman er hlutskipti Framsóknarflokksins en hann segir flokkinn hafa tekið að sér „hlutverk nýjustu hækjunnar í hjálpartækjabanka borgarstjórans“. Hann segir Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknar, hafa talað fyrir breytingum í aðdraganda síðustu kosninga en að hann hafi ekki getið þess í hverju breytingarnar yrðu fólgnar.

„Nú vitum við hverjar breytingar Framsóknar eru. Við þá sem létu blekkjast vil ég segja að skilafrestur atkvæðisins rennur upp eftir fjögur ár. Þá geta kjósendur Framsóknarflokksins skilað skömminni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi