David de Gea, markmaður Manchester United, hefur útskýrt hvernig fótbolta Erik ten Hag vill spila hjá félaginu.
Ten Hag tók við stjórnartaumunum hjá Man Utd í sumar og eftir erfiða byrjun hefur spilamennskan batnað.
De Gea segir að Man Utd sé nú lið sem vilji halda í boltann, líkt og Ten Hag vildi gera hjá Ajax í Hollandi.
,,Ég tel að á þessu tímabili þá viljum við stjórna leikjum og við viljum vera með boltann,“ sagði De Gea.
,,Við erum að horfa í það að spila út frá aftasta manni, pressa lið hátt á vellinum og halda boltanum á þeirra vallarhelmingi.“
,,Byrjun tímabilsins var nokkuð erfið en eftir það höfum við spilað frábæran fótbolta og erum að vinna leiki. Við fengum inn nýjan þjálfara og nýja leikmenn svo við þurftum smá tíma.“