Odion Ighalo, fyrrum leikmaður Manchester United, hvetur Cristiano Ronaldo til að koma í deildina í Sádí-Arabíu.
Ighalo hefur undanfarið leikið í Sádí-Arabíu en hann lék með Man Utd í 12 mánuði en þó ekki með Ronaldo.
Ronaldo hefur yfirgefið lið Man Utd og er frjáls ferða sinna og er sterklega orðaður við peningana í Sádí-Arabíu.
Ighalo væri mjög til í að fá Ronaldo í deildina og segir að margir myndu byrja að fylgjast með ef það verður niðurstaðan.
,,Maður veit aldrei hvað er framundan, ég myndi elska að sjá hann þarna. Ég myndi elska að sjá hann í Sádí-Arabíu því hann myndi bæta ímynd deildarinnar,“ sagði Ighalo.
,,Fólk sem er ekki að horfa á deildina myndi byrja að gera það ef hann kemur og myndi sjá eitthvað sem þau eru að missa af.“