Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segir félaga sína innan Eflingar hafa svikið sig. Nú sé vík á milli vina. Hann sé aftur á móti stoltur af nýjum samningi fyrir sína félagsmenn.
Ríkisendurskoðandi gagnrýndi Bankasýslu ríkisins harðlega á fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag og sagði hana hafa valdið upplýsingaóreiðu og afvegaleitt umræðuna í Íslandsbankamálinu.
Selenskí forseti Úkraínu ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi til að tala í hana kjark, nú þegar veturinn harðnar og mjög margir búa við erfiðar aðstæður.
Við sýnum myndir frá borginni Maríupol sem teknar voru fyrir jólin í fyrra og berum saman við myndir frá borginni í vor, eftir að Rússar gerðu innrás.
Mikilvægt að aðstoða börn á þessum árstíma til að finna ró og létta á álaginu og þá er snjallt að eiga með góða samverustund. Við ræðum við jógakennarann Önnu Rós Lárusdóttir hér á eftir.