Olivier Giroud mun að öllum líkindum framlengja samning sinn við AC Milan eftir Heimsmeistaramótið í Katar.
Hinn 36 ára gamli Giroud varð um helgina markahæsti leikmaður í sögu franska landsliðsins þegar hann skoraði gegn Póllandi í 16-liða úrslitum HM. Alls hefur framherjinn skorað þrjú mörk í jafnmörgum leikjum á mótinu.
Hann hefur verið á mála hjá Milan síðan sumarið 2021. Liðið varð ítalskur meistari í vor og myndi gjarnan vilja hafa hann áfram.
Giroud sjálfur hefur mikinn áhuga á því og verður það að öllum líkindum niðurstaðan.
Núgildandi samningur Giroud við Milan rennur út næsta sumar.
Olivier Giroud, set to extend his contract with AC Milan after the World Cup. New deal proposal will be ready in order to get the documents signed done as soon as possible. 🔴⚫️🇫🇷 #ACMilan
Giroud's now focused on the World Cup but he'd be more than happy to continue with Milan. pic.twitter.com/wOT2HxRwfp
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 5, 2022