fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Hverjir verða markverðir United á næstu leiktíð? – Reynslubolti á óskalistanum

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 5. desember 2022 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur áhuga á Yann Sommer, markverði Borussia Monchengladbach. Það er þýski fjölmiðillinn Bild sem greinir frá þessu.

Markvarðamál United eru í töluverðri óvissu sem stendur. Samningur David De Gea rennur út næsta sumar.

Sem stendur er Martin Dubravka varamarkvörður. Hann er þó aðeins á Old Trafford á láni. Kappinn er samningsbundinn Newcastle, en United getur keypt hann fyrir fimm milljónir punda næsta sumar.

Þá er Dean Henderson á láni hjá Nottingham Forest frá United.

Það er ansi ólíklegt að United sjái hinn 33 ára gamla Sommer fyrir sér sem aðalmarkvörð sinn á næstu leiktíð. Félagið hefur þó mikinn áhuga á að fá hann. Samningur Svisslendingsins er að renna út næsta sumar. Hann kæmi því á frjálsri sölu til Manchester.

Þessa stundina er Sommer staddur á Heimsmeistaramótinu í Katar með Sviss. Þar spilar liðið við Portúgal í 16-liða úrslitum annað kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli