Jólakakan vinsæla Panettone er komin í verslanir enda er hún orðin hluti af jólahefð Íslendinga.
Panettone kemur upphaflega frá ítölsku borginni Mílanó en í seinni tíð hafa Ítalir borðað yfir hátíðirnar. „Hefðin er sú að eftir kvöldverð á aðfangadagskvöldi jóla halda Ítalir til messu en að henni lokinni gæða þeir sér á Panettone og dreypa jafnvel á Moscato d’Asti,” segir Gísli Þorsteinsson sölu- og markaðsstjóri Gæðabaksturs, sem framleiðir kökuna undir merkjum Ömmubaksturs.
Hann segir að ítalska jólakakan verði sífellt vinsælli á Norðurlöndunum og nú sé komið að Íslandi. „Uppskriftin er upprunalega frá Ítalíu en við framleiðum kökuna hjá okkur. Við vonumst til að kakan muni falla í góðan hljómgrunn hjá Íslendingum enda hafa þeir tekið ítalskri matarmenningu opnum örmum á liðnum árum, hvort sem sem er í mat eða sem ferðamenn.”