fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Edda Falak og Þórdís Elva senda hlýjar kveðjur sín á milli – „Takk fyrir allt sem þú gerir“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 5. desember 2022 13:16

Edda Falak og Þórdís Elva. Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Edda Falak eru tvær þekktustu baráttukonur landsins gegn kynbundnu ofbeldi. Þær standa saman í baráttunni og sendu hvorri annarri hlý hvatningarskilaboð.

Edda Falak kom eins og stormsveipur á íslenskan hlaðvarpsmarkað árið 2020 og hefur síðan þá haldið úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eigin Konur, þar sem hún fær til sín viðmælendur til að ræða um erfið og átakanleg málefni.

Edda gaf nýverið út sína fyrstu bók, „Það sem ég hefði viljað vita“, þar sem má lesa um hugleiðingar hennar um jafnréttisbaráttu, sjálfsmynd, ofbeldi, óheilbrigð sambönd, skömm og margt fleira.

Sjá einnig: Edda Falak sendir frá sér bók – „Hversu margir hérna inni ætli hati mig?“

Skjáskot/Instagram

Þórdís Elva fékk bókina í gær og birti mynd af skilaboðunum sem Edda skrifaði til hennar.

„Elsku Þórdís Elva. Takk fyrir allt sem þú gerir. Takk fyrir að vera þú,“ skrifaði Edda

Þórdís sendi henni fallega kveðju á móti.

„Ég vil þakka þér líka, fyrir að vera aflið sem hristir upp í samfélaginu okkar og býr til nýtt rými  fyrir okkur þar sem við náum fram jafnrétti.“

Skjáskot/Instagram

Þórdís var gestur Eddu í júní á þessu ári til að ræða um niðurstöður dómsmáls leikaranna Johnny Depp og Amber Heard.

Sjá einnig: Þess vegna hefur Þórdís Elva áhyggjur af niðurstöðum Depp/Heard dómsmálsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart