Nokkrir hressir stuðningsmenn enska landsliðsins voru í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð í Katar í gær.
Viðtalið var tekið eftir 3-0 sigur Englands á Senegal í 16-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins.
Ísraelski sjónvarpsmaðurinn var allur hinn hressasti er hann tók viðtal við ungu stuðningsmennina frá Englandi en það runnu á hann tvær grímur þegar einn þeirra sagði „frelsum Palestínu.“
Flestum er kunnugt um deilur Ísraels og Palestínu og var Ísraelanum ekki skemmt.
Með sigrinum í gær komst England í 8-liða úrslit. Þar verður andstæðingurinn Frakkland á laugardagskvöld.
Hér að neðan má sjá viðtalið sem um ræðir.
A British fan screaming “Free Palestine” to an lsraeli reporter in Qatar. pic.twitter.com/sTP9SP4qPp
— Muhammad Smiry (@MuhammadSmiry) December 4, 2022