Liverpool og Real Madrid leiða kapphlaupið um Jude Bellingham næsta sumar. Ben Jacobs á CBS Sports heldur þessu fram.
Hinn 19 ára gamli Bellingham er einn eftirsóttasti leikmaður heims, ef ekki sá eftirsóttasti.
Miðjumaðurinn er á mála hjá Borussia Dortmund í Þýskalandi en það þykir næsta víst að hann yfirgefi félagið næsta sumar fyrir einn af risunum í Evrópu.
Bellingham hefur farið á kostum með enska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar sem nú stendur yfir.
Í gær lagði hann upp fyrsta mark liðsins í 3-0 sigri á Senegal í 16-liða úrslitum. Markið skoraði Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool og fögnuðu þeir félagar innilega saman.
Samkvæmt Jacobs eru þeir miklir vinir, sem gæti hjálpað Liverpool í viðræðum við leikmanninn.
Hann segir einnig að Liverpool hafi sýnt mesta viljann til að semja við Bellingham næsta sumar.
Kappinn verður þó ekki ódýr. Dortmund vill 130 milljónir punda.
They celebrated like they were at a weigh in. But Jude Bellingham & Jordan Henderson have a great friendship. #LFC will no doubt use that in their pursuit of Bellingham. They have done more legwork than most & are frontrunners currently alongside Real Madrid. Dortmund want £130m. pic.twitter.com/FwWVRhimNk
— Ben Jacobs (@JacobsBen) December 4, 2022