Það var gleði við völd þegar enska landsliðið snéri aftur á hótelið sitt í Katar í nótt. Leiknum við Senegal lauk á miðnætti.
England er komið í átta liða úrslit eftir sannfærandi sigur á Senegal í gær.
Við komuna á hótelið í nótt voru starfsmenn þar í sínu besta skapi og tóku vel á móti enska liðinu.
Það var að sjálfsögðu Jack Grealish sem tók best í þessar móttökur og hóf að dansa með starfsfólkinu, fleiri fylgdu svo í kjölfarið.
Þetta má sjá hér að neðan.
The England players returning to their basecamp after the win against Senegal 🤣pic.twitter.com/aliEPXz38T
— SPORTbible (@sportbible) December 5, 2022