Stefano Pioli, knattspyrnustjóri AC Milan, er bjartsýnn á að halda Rafael Leao lengur hjá félaginu.
Leao, sem getur spilað úti á kanti sem og sem fremsti maður, hefur verið frábær fyrir Milan á leiktíðinni, skorað sex mörk og lagt upp fimm í fjórtán leikjum í Serie A.
Í kjölfarið hefur þessi 23 ára gamli leikmaður verið orðaður við önnur félög, þá sérstaklega Chelsea.
„Hann er mjög ánægður hjá okkur, það er alveg á hreinu. Fulltrúar hans eiga í viðræðum við Maldini (yfirmann knattspyrnumála,“ segir Pioli.
Samningur Leao rennur út eftir næstu leiktíð og liggur Milan því á að endursemja, vilji félagið halda honum.
„Við bíðum eftir góðum fréttum. Hann er sáttur hjá Milan og ég vil að hann verði áfram.“