Fyrrum landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands, Heimir Hallgrímsson, hefur vakið mikla lukku í HM-stofunni á RÚV, þar sem fjallað er um Heimsmeistaramótið í Katar.
Heimir fór fyrst út til Katar fyrir hönd RÚV en hefur undanfarið verið heima í setti að fjalla um leikina.
Þetta var tekið fyrir í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu á laugardag. Þar fögnuðu þáttastjórnendur því að fá Heimi í settið frekar en að hafa hann úti í Katar.
„Þau gerðu ekki annað en að hlæja að honum. Manni leið illa. Þetta var eins og þau væru að gera grín að Lalla (Lars Lagerback) eða eitthvað,“ sagði Tómas Þór Þórðarson.
Elvar Geir Magnússon tók til máls.
„Óli Kristjáns að gera grín að því að Heimir væri alltaf hefja einhver smálið upp til skýjanna sem síðan gæti ekki neitt.“
„HM-stofan á tímabili snerist bara um að hlæja að Heimi,“ sagði Tómas að lokum.