Brotist var inn á heimili Raheem Sterling í London á laugardagskvöld, eiginkona hans og tvö börn voru heima þegar þjófarnir létu til skara skríða.
Var þetta ástæða þess að Sterling flaug heim frá Katar í gær og var ekki með enska landsliðinu gegn Senegal í gær.
Sterling vildi fara heim og vera hjá fjölskyldu sinni en heimili hans er í London. Sterling og fjölskylda flutti þangað í sumar þegar Sterling gekk í raðir Chelsea.
Paige Milian hafði farið heim til London eftir dvöl í Katar en líklega töldu innbrotsþjófarnir að hún væri enn í Katar.
Það er þekkt stærð að þjófagengi fylgjast með ferðum fólks áður en farið er af stað. Mennirnir sem brutustu inn höfðu ýmislegt á brott með sér en meðal annars úr fyrir um 50 milljónir króna.
Óvíst er hvenær Sterling snýr aftur eða hvort hann hreinlega mætir aftur til Katar.