Manchester United hefur mikinn áhuga á Hollendingnum Cody Gakpo og gæti hann gengið til liðs við félagið strax í janúar.
Hinn 23 ára gamli Gakpo hefur heillað með hollenska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar og hefur skorað þrjú mörk í fjórum leikjum þar. Holland er komið í 8-liða úrslit og mætir þar Argentínu á föstudag.
Sóknarmaðurinn er á mála hjá PSV í heimalandinu en líklegt er að hann fari þaðan fljótlega. United hefur helst verið nefnt sem hugsanlegur áfangastaður kappans.
Tölfræði Gakpo í hollensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð er hreint ótrúleg. Hann hefur skorað níu mörk og lagt upp tólf í fjórtán leikjum.
Endi kappinn á Old Trafford mun fyrirsætan Noa van der Bij án efa flytja með honum. Þau hafa verið saman í tvö ár
Van der Bij er vinsæl og er með 17 þúsund fylgjendur á Instagram.