Leikmenn Hearts og Almeria urðu sér í raun til skammar í dag er þessi tvö lið áttust við í æfingaleik.
Leikurinn var spilaður á Spáni og var flautaður af eftir aðeins 38 mínútur í stöðunni 1-0 fyrir Almeria.
Tveir leikmenn liðanna fengu þá að líta rautt spjald en slagsmál brutust út fyrir hálfleiksflautið.
Dómari leiksins sá enga ástæðu til að halda áfram keppni eftir að leikmenn urðu of blóðheitir innan vallar.
Myndband af þessu má sjá hér.
Hearts’ friendly with Almeria was abandoned after all the players started fighting in in the first half… 😳😅pic.twitter.com/YH0AxNteEV
— SPORTbible (@sportbible) December 4, 2022