Um 120 mál voru skráð í dagbók lögreglu frá því klukkan 17 í gær og þar til klukkan 05 í morgun. Átta voru vistaðir í fangageymslu og tengdust mörg málin ölvun og hávaða.
Ofurölvi maður var handtekinn í Hlíðum um hálf sex í gærkvöldi og vistaður sökum ástands í fangageymslu. Rétt rúmri klukkustund síðar var tilkynnt um ölvaðan mann sem var að angra viðskiptavini á veitingahúsi í Hlíðunum. Sá maður var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Rétt fyrir klukkan eitt í nótt voru höfð afskipti af manni í annarlegu ástandi þar sem hann var óvelkominn í húsi. Lögregla kom á svæðið og bauðst til að aka manninum heim, sem hann þáði. Hins vegar ákvað maðurinn í lögreglubílnum að veitast að lögreglumönnum og hóta þeim og var þá lögreglubifreiðinni ekið rakleiðis á lögreglustöð þar sem maðurinn fékk að sofa úr sér.
Tilkynnt var um búðarhnupl í skartgripaverslun í miðborginni rétt fyrir sex í gærkvöldi og á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot í matvöruverslun í miðbæ.
Enn var handtekinn grunaður um líkamsárás í miðbænum. Var hann vistaður í fangaklefa fyrir rannsókn máls. Á fimmta tímanum í nótt var svo kona handtekin í Hliðum, en lögregla hafði þurft að ahfa ítrekuð afskipti af henni um kvöldið og nóttina þar sem hún var sögð hafa verið að ráðastá fólk. Konan var vistuð sökum ástands í fangaklefa.
Skömmu síðar var tilkynnt um mann sem var liggjandi í runna í miðborginni. Hafði hann dottið í runnann var var með litla rænu sökum ölvunar og var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Bráðadeild.
Í Kópavogi var tilkynnt um eld á veitingastað í hverfi 200 rétt rúmlega hálf átta í gærkvöldi. Búið var að slökkva eld þegar lögregla og slökkvilið mættu. Starfsmenn veitingastaðarins töldu ekkert hafa skemmst.
Síðan var tilkynnt um líkamsárás á veitingastað í hverfi 200 á öðrum tímanum í nótt. Þar leikur grunur á að fimm árásaraðilar hafi veist að einum aðila. Árásarþoli var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar en árásaraðilar voru farnir þegar lögregla koma.