Maður að nafni Stuart Piper vakti verulega athygliá dögunum er hann birti mynd af ketti á Twitter síðu sína.
Piper er stuðningsmaður West Ham en hann segist hafa fundið umrædda mynd á Facebook.
Hann sá eitthvað áhugavert við þessa mynd og líkir kettinum við enska landsliðsmanninn Phil Foden.
Yfir 30 þúsund manns hafa sett ‘like’ við færslu Piper en kötturinn þykir líkjast Foden sterklega.
Foden leikur með enska landsliðinu á HM þessa dagana en færslu Piper má sjá hér fyrir neðan.
Phil Foden as a cat. pic.twitter.com/iUQ35OTprn
— STUART PIPER⚒️ (@westhambythesea) November 30, 2022