Óskar Hrafn Þorvaldsson var gestur í þættinum Vikan með Gísla Marteini þann 2. desember þar sem ýmis mál voru rædd.
Óskar er einn af bestu þjálfurum sem við eigum og vann Íslandsmeistaratitilinn með Breiðablik í haust.
Gísli kom með athyglisverða spurningu til Óskars eftir frétt sem birtist um Ole Gunnar Solskjær í vikunni.
Solskjær greindi frá því að hann hefði horft á alla 168 leiki sína sem stjóri Manchester United áður en hann var rekinn.
Óskar segir að hann myndi aldrei taka upp á því sama og að þetta sé ekki besta leiðin til að bæta sig sem þjálfari.
,,Nei ég trúi á að horfa fram veginn ekki í baksýnispegillinn,“ sagði Óskar og svaraði þar spurningu Gísla.
Óskar náði áður frábærum árangri með Gróttu og kom liðinu upp í efstu deild á magnaðan hátt.