Argentína 2 – 1 Ástralía
1-0 Lionel Messi(’35)
2-0 Julian Alvarez(’57)
2-1 Enzo Fernandez(’77, sjálfsmark)
Argentína tryggði sæti sitt í 8-liða úrslitum HM í kvöld er liðið spilaði við Ástralíu í öðrum leik dagsins.
Lionel Messi er að spila á líklega sínu síðasta HM og er hann að gera sitt til að koma liðinu alla leið.
Messi skoraði fyrra mark Argentínu á 35. mínútu í dag áður en Julian Alvarez bætti við öðru.
Enzo Fernandez varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 77. mínútu og gaf Áströlum von undir lok leiks.
Fleiri urðu mörkin þó ekki og er óhætt að segja að sigur Argentínu hafi verið sannfærandi.