⦁ Það styttist nú í fyrsta leikinn í 16-liða úrslitum HM en þar mun Holland spila við Bandaríkin.
Leikurinn hefst klukkan 15:00 en síðar í kvöld mun Argentína spila við Ástralíu í öðrum leiknum.
Fyrir fyrri leikinn er Holland talið mun sigurstranglegra en Bandaríkin er þó með öflugt lið og er til alls líklegt.
Hér má sjá byrjunarliðin.
Holland: Noppert – Blind, Aké, Van Dijk, Timber, Dumfries – Frenkie De Jong, De Roon, Klaassen – Gakpo, Memphis Depay.
Bandaríkin: Turner; Robinson, Ream, Zimmerman, Dest; Musah, Adams, McKennie; Pulisic, Ferreira, Weah.