Það var tekist á á RÚV í gær er þeir Heimir Hallgrímsson, Ólafur Kristjánsson og Gunnar Birgisson voru í settinu eftir leikina á HM í Katar.
Gunnar vildi meina að stærsti íþróttaviðburður sögunnar myndi eiga sér stað ef Portúgal og Argentína myndu mætast í úrslitaleiknum.
Þar spila tveir af bestu leikmönnum sögunnar en Lionel Messi er leikmaður Argentínu og Cristiano Ronaldo spilar með Portúgal.
Ólafur, fyrrum þjálfari bæði FH og Breiðabliks, svaraði þessum ummælum Gunnars og var langt frá því að vera sammála.
,,Stærsti íþróttaviðburður sögunnar. Af hverju? Tveir bestu knattspyrnumenn, mögulega sögunnar,“ sagði Gunnar er hann útskýrði sitt mál.
Ólafur svaraði þá: ‘Sagan er ekki bara þinn líftími. Sagan er miklu meira. Þú ert svo fókuseraður á það sem hefur gerst síðan þegar þú komst til vits og ára og þú ert farinn að dæma þetta sem stærsta íþróttaviðburð sögunnar.“
Þessa skemmtilegu umræðu má sjá hér fyrir neðan.
„Sagan er ekki bara þinn líftími“ sagði Ólafur Kristjánsson við Gunnar Birgisson þegar sá yngri sagði að hugsanlega væri mögulegi á stærsta knattspyrnuleik í sögunni ef Argentína og Portúgal mætast í úrslitaleik HM í Katar pic.twitter.com/FRaKFAT2Y6
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 2, 2022