Wojciech Szczesny segist vera lykillinn að því að stöðva Kylian Mbappe er Pólland spilar við Frakkland í undanúrslitum HM.
Mbappe er einn af bestu leikmönnum heims og hefur hingað til skorað þrjú mörk í riðlakeppninni.
Szczesny er jákvæður fyrir erfitt verkefni Pólverja og telur að hann geti stöðvað Mbappe í marki þess fyrrnefnda.
Sczesny hefur átt mjög gott mót hingað til og varði til að mynda vítaspyrnu frá Lionel Messi.
,,Frakkland er eitt af líklegustu liðunum til að vinna mótið, þetta er eitt besta landslið heims,“ sagði Szczesny.
,,Við munum reyna okkar allra besta til að komast í næstu umferð. Lykillinn að því að stoppa Mbappe? Það er ég.“