Brasilía er búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum HM í Katar fyrir leik gegn Kamerún í kvöld.
Brassarnir gera margar breytingar á sínu liði eftir síðasta leik og gefa Kamerúnum nokkra von um að vinna viðureignina.
Ef Kamerún vinnur á liðið möguleika á að ná í næstu umferð en það fer eftir úrslitum í leik Sviss og Serba.
Serbía er fyrir leiki kvöldsins með eitt stig eins og Kamerún og spilar við Sviss sem er með þrjú stig.
Kamerún er þó með aðeins betri markatölu en Serbía fyrir leikinn og geta öll þessi þrjú lið farið áfram með réttum úrslitum.
Hér má sjá byrjunarliðin í kvöld.
Brasilía: Ederson; Dani Alves, Militao, Bremer, Alex Telles; Fabinho, Fred, Rodrygo; Antony, Gabriel Jesús, Martinelli.
Kamerún: Epassy; Fai, Tolo, Wooh, Ebosse; Ngamaleu, Anguissa, Kunde; Aboubakar, Choupo-Moting, Mbeumo.
Serbía: Milinkovic-Savic, Milenkovic, Veljkovic, Pavlovic, Zivkovic, Milinkovic-Savic, Lukic, Kostic, Tadic, Mitrovic, Vlahovic
Sviss: Kobel, Widmer, Akanji, Schar, Rodriguez, Freuler, Xhaka, Shaqiri, Sow, Vargas, Embolo