Elfar Freyr Helgason er farinn frá Breiðabliki í Val. Blikar staðfesta þetta á samfélagsmiðlum.
Elfar er 33 ára gamall miðvörður. Hann er alinn upp hjá Breiðabliki en hefur einnig leikið í Danmörku, Grikklandi og Noregi.
Hann varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með Blikum og nú síðast í sumar.
Yfirlýsing Breiðabliks
Elfar Freyr kveður Breiðablik!
Breiðablik og Valur hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Elfars yfir í Val.
Varnarmaðurinn knái lék 302 leiki fyrir Breiðablik og skoraði í þeim 11 mörk.
Hann kveður félagið sem Íslandsmeistari og vill félagið þakka honum fyrir frábæra þjónustu undanfarin ár og óskar honum velfarnaðar hjá nýju félagi.
Takk fyrir okkur Elli